Þrjár stöðvar slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu unnu í dag við að slökkva eld í hesthúshverfi í Hafnarfirði.

Slökkvistarfi þar er nú lokið, en greint er frá þessu á Facebook-síðu slökkviðliðsins.

Fyrsta tilkynning um að eldur logaði í hesthúsi kom rétt fyrir klukkan sjö í morgun.

Í tilkynningu frá slökkviliðinu segir að tveir hestar hafi verið inni í bilinu sem logaði í, en það tókst að bjarga þeim út.

Fréttablaðið/Aðsend