Dýravernd

Sviptur ellefu hrossum vegna van­rækslu

Matvælastofnun (MAST) hefur fjarlægt ellefu hross úr vörslu hestaeigenda á bæ á Suðurlandi. Ástæða þess er að kröfum þeirra um bætta fóðrun hrossanna hefur ekki verið sinnt. Hann var þó ekki sviptur öllum hrossum sínum, heldur aðeins sem þurfti að fóðra betur.

Íslenskur hestur. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Fréttablaðið/Stefán

Matvælastofnun (MAST) hefur fjarlægt ellefu hross úr vörslu hestaeigenda á bæ á Suðurlandi. Ástæða þess er að kröfum þeirra um bætta fóðrun hrossanna hefur ekki verið sinnt.

Í tilkynningu MAST kemur fram að þau hafi gert ítrekaðar kröfur um bættan aðbúnað hrossa á bænum, að þau séu flokkuð eftir holdafari og þau sem mest þurfa á því að halda séu fóðruð. Þær kröfur hafa ekki sýnt árangur og voru þau því tekin úr vörslu umráðamannsins. Talin var hætta á varanlegum skaða ef þau yrðu ekki fóðruð betur og aðstæður þeirra ekki bættar. Hrossin hafa verið færð annað og verða fóðruð á kostnað hans.

„Málið er enn til meðferðar hjá stofnuninni og hefur verið það frá áramótum. Það hefur ítrekað verið krafist úrbóta. Það hefur ekki verið tekin ákvörðun um það hvort hann fái hrossin aftur. Hann þyrfti að bæta úr varðandi kröfur okkar er varðar aðstöðu hrossanna á bænum og flokka þau eftir fóðurþörf,“ segir Hjalti Andrason, upplýsingafulltrúi MAST, í samtali við Fréttablaðið í dag.

Ekki voru öll hross fjarlægð af bænum.

Hesteigandinn var ekki sviptur öllum hrossunum á bænum, heldur aðeins þeium sem hafði ekki verið sinnt. Ekki fengust upplýsingar um það hversu mörg hross eru eftir á bænum.

Aðspurður hvers vegna öll hrossin á bænum hafi ekki verið fjarlægð segi Hjalti að stofnunin fylgi stjórnsýslulögum og þau þurfi að gæta meðalhófs í aðgerðum sínum. „Við tökum þau hross sem við teljum að verði að taka,“ segir Hjalti.

Aðspurður hvort að hinum hrossunum steðji þá ekki sú hætta að verða fyrir sömu meðferð segir Hjalti að vel sé fylgst með búinu. Í tilkynningu MAST kemur fram að áfram sé gerð krafa um bætta aðstöðu á bænum þannig hægt sé að tryggja öllum hrossum nægt fóður.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Kanada

Ákærð fyrir að gefa birni ís

Innlent

Fann enga góða af­sökun til að borða dýr

Dýr

Fuglahræður vernda fuglana frá hreyflum

Auglýsing

Nýjast

Leituðu konu sem hafði aðeins tafist á göngu

30 látnir í mikilli hitabylgju í Japan

Katrín Sif er sátt: Krafa um samanburð lögð fyrir gerðardóm

Yfir­­vinnu­banni ljós­­mæðra af­­lýst í kjöl­far miðlunar­til­lögu

Einn látinn eftir umferðaslys á Þingvallavegi

„Hann gerir þetta til að kljúfa sam­stöðu ljós­mæðra“

Auglýsing