Bílarnir voru upphaflega keyptir til að halda uppá 100 ára afmæli Hertz, en fara nú á sölu enda partíið búið. Allir bílarnir eru í Racing gulum Corvettulit og eru með svörtum strípum og felgum. Gulur og svartur eru einnig litir Hertz, sagði einhver „Gulur bíll?“

Áætlun Hertz að selja næstum 200.000 bíla mun fara fram á þessu ári og á að skapa viðbótartekjur uppá 650 milljónir dollara. Þetta er talsverð viðbót við þá 144.000 bila sem selja átti upphaflega en á þó að skilja eftir nægan flota til að fyrirtækið geti haldið áfram rekstri þegar markaðurinn tekur aftur við sér. Hvað sala þessara bíla muni gera fyrir markaðinn í Bandaríkjunum á eftir að koma í ljós en líklega mun vera hægt að gera góð kaup þegar nær dregur tímamörkum, sem eru þann 31. desember næstkomandi.