Þessi samningur getur þýtt seinkanir á afhendingum til viðskiptavina Tesla því að af henda þarf bílana á næstu 14 mánuðum. Bloomberg-fréttaveitan heldur því fram að Hertz þurfi að borga listaverð miðað við upphæðina og hafi ekki fengið afslátt eins og venjan er með svona stór viðskipti. Frá og með nóvember næstkomandi verður hægt að leigja Tesla Model 3 frá Hertz-leigum í Bandaríkjunum og hluta Evrópu.

Leigutakar munu hafa aðgang að Supercharger hraðhleðsluneti Tesla, en Hertz er einnig að koma sér upp sínum eigin hleðslustöðvum. Á Íslandi hefur verið hægt að taka langtímaleigu á Tesla Model 3 fyrir 159.000 krónur á mánuði.