Willum Þór Þórs­­son heil­brigðis­ráð­herra greindi frétta­­mönnum frá nýjum sótt­varna­að­­gerðum fyrir utan Ráð­herra­bú­­staðinn við Tjarnar­­götu en þar lauk fyrir skömmu ríkis­­stjórnar­fundi sem hófst klukkan hálf­­tíu.

Þar var fundað um minnis­blað Þór­ólfs Guðna­­sonar sótt­varna­­læknis um hertar að­­gerðir vegna fjölda Co­vid-smita í sam­­fé­laginu. Í gær greindust 286 smit innan­­lands og er það annan daginn í röð sem met­fjöldi smita greinist en þau voru 220 í fyrra­­dag.

Nýju reglurnar taka gildi á mið­­nætti og gilda í þrjár vikur. Willum Þór segir nauð­­syn­­legt nú að grípa til hertra að­­gerða og ó­­vissan sé mikil. Fjölda­tak­­markanir fara úr 50 í 20 en leyfi­­legt er að halda 200 manna at­burði með hrað­­prófum.

Tveggja metra reglan verður tekin upp aftur. Sund- og líkams­­ræktar­­stöðvar mega einungis taka við helmingi af leyfi­­legum fjölda gesta.

Sótt­varna­­læknir lagði til að seinka skóla­­starfi eftir jóla­­frí, til 10. janúar. Willum segir á­­kveðið að gera það ekki.

Reglur á landa­­mærunum eru ó­­breyttar til 15. janúar.

Katrín Jakobs­dóttir for­sætis­ráð­herra segir að sam­staða ríki enn í þjóð­fé­laginu um að­gerðir vegna Co­vid. Þreyta sé komin í marga, fjöldi sé í sótt­kví og ein­angrun en að hennar mati ríki enn mikið traust til sótt­varna­yfir­valda og þeirra að­gerða sem gripið hefur verið til. Stjórn­völd hafi lagt á­herslu á gagn­sæi um á­kvarðanir sína sem skilað hafa árangri.

Hún sagði þó að skiptar skoðanir hafi verið um ráð­stafanirnar innan ríkis­stjórnarinnar.

Fréttin hefur verið upp­­­færð.

Willum Þór og Katrín Jakobs­dóttir ræddu við frétta­menn að fundi loknum.
Fréttablaðið/Ernir Eyjólfsson