Nýjar reglur og hertar að­gerðir tóku gildi á landa­mærunum á mið­nætti.

Ferða­menn sem koma til landsins þurfa nú að fram­vísa ekki eldra 72 klukku­stunda nei­kvæðu PCR prófi eða svo­kölluðu hraða­prófi til að eiga heiman­gengt inn í landið. Þetta á einnig við um þá sem eru bólu­settir og sem hafa stað­festingu á fyrra smit.

Þá eru bólu­settum ein­stak­lingum sem eru bú­settir hér­lendis eða tengsla­net að fara í aðra sýna­töku við komuna til landsins, þrátt fyrir að vera ein­kenna­lausir.

Börn sem eru fædd 2005 eða síðar verða á­fram undan­þegin þeim að­gerðum sem gilda á landa­mærunum.