Rúmlega 260 hermenn hafa verið fluttir frá Azovstal verksmiðjunni í Maríupol þar sem þeir hafa setið fyrir í nokkrar vikur, margir illa særðir. Með því virðist baráttan um borgina vera töpuð til Rússneska innrásarliðsins eftir 82 daga af árásum.
Ekki er víst hve margir eru eftir í verksmiðjunni en Volodomír Selenskíj, forseti Úkraínu, leggur áherslu á að bjarga hermönnum þaðan. Herforingjaráð Úkraínu segir hermennina hafa lokið sínum skyldum í verksmiðjunni og nú þyrfti að reyna að bjarga lífum sem flestra.
Yfirvöld í Úkraínu segja tugi þúsunda hafa látist í árásum Rússa í Maríupol. Viðvera hermanna í verksmiðjunni varð fyrir marga táknmynd mótspyrnu Úkraínumanna. Talið er að um sex hundruð hermenn hafi setið fyrir í verksmiðjunni eftir að borgin var að öllu öðru leiti fallin í hendur Rússa.
Hersveitin í Maríupol heldur því fram að mótspyrna hermannanna í Maríupol undanfarna 82 daga hafi gefið öðrum svæðum í Úkraínu meiri tíma til að berjast gegn innrás Rússa.
Hermennirnir hafa búið í göngum og byrgjum undir verksmiðjunni undanfarnar vikur. Fyrr í mánuðinum var almennum borgurum bjargað frá verksmiðjunni.