Ó­veru­legt tjón varð á Herjólfi þegar ferjan rakst í tví­gang utan í hafnar­kant Land­eyja­hafnar nú á dögunum. Þrátt fyrir þetta segir Guð­bjartur Ellert Jóns­son, fram­kvæmda­stjóri Herjólfs að nýja skipið hafi reynst vel, að því er fram kemur á vef RÚV.

Segir hann að unnið hafi verið að fram­kvæmdum í höfninni þegar at­vikið komu og var inn­koman því þrengri en venju­lega þar sem verið er að færa einn hafnar­garð til og auka snúnings­rýmið í höfninni. Svæðið því mjög lítið og fór skipið ut an í hafnar­kantinn.

Skemmdirnar hafi eins og áður segir verið ó­veru­legar og í raun ekkert til að tala um. At­vikið sýni fram á að að­stæður hafi verið erfiðar en þá þurfi líka að taka til greina að menn séu enn að læra á skipið og að­stæðurnar, veður, vindar og þrengsli.