Heimasíða Herjólfs hrundi vegna álags þegar miðar í skipið vegna TM-mótsins fóru í sölu. Á mótinu keppir 5. flokkur kvenna og er ljóst að allir foreldrar allra barna munu ætla sér að koma og styðja við bakið á stúlkunum.

Mótið verður haldið dagana 10. til 12. júní og fóru ferðir fyrir aðra en keppendur, þjálfara og liðsstjóra í almenna sölu klukkan níu um morguninn.

Mótið er eitt af stærstu knattspyrnumótum ársins. Í fyrra voru 30 félög sem sendu lið til leiks.