Starfsmannastjóri og hershöfðingi í alsírska hernum, Ahmed Gaed Salah hefur farið fram á að Abdelaziz Bouteflika, forseti landsins verði lýstur vanhæfur til að stýra ríkinu eftir margra vikna mótmæli gegn forsetanum, að því er fram kemur á vef BBC. 

Bouteflika, sem verið hefur forseti í 20 ár og er 82 ára gamall, hefur nú þegar samþykkt að bjóða sig ekki fram fimmta kjörtímabilið í röð en mótmælin komu upp eftir að forsetinn hafði tilkynnt þær ráðagerðir. Mótmælendur vilja breytingar í landinu og að forsetinn stígi þegar í stað til hliðar.

Hershöfðinginn segir mikilvægt að lausn verði fundin á málinu innan ramma stjórnarskrár landsins. „Lausnin verður að hljóta víðtekins stuðnings og verður að vera samþykkt af öllum,“ sagði Gaed Salah í sjónvarpsávarpi. 

Hann kallaði eftir því að 102 grein stjórnarskrár landsins yrði virkjuð en hún gerir stjórnlagaráði landsins kleyft að setja forseta af sé hann talinn óhæfur til starfa.