Reglur um aðgengi að Landspítalanum hafa verið hertar á ný í ljósi fjölgunar COVID-19 smita hér á landi.

mati farsóttarnefndar spítalans má ráð fyrir að sýkingin sé útbreiddari í samfélaginu en opinber gögn beri vitni.

Frá og með deginum í dag verða aðgangstakmarkanir aftur settar á komu gesta og sjúklinga inn á spítalann.

Takmarkanir teknar upp á ný

Heimsóknartími verður takmarkaður við klukkan 16 til 18 á öllum deildum spítalans en einstaka deildum heimilt að stytta heimsóknartíma enn frekar ef þörf krefur.

Allir aðstandendur sem hafa ferðast erlendis eru beðnir um að fresta heimsókn á spítalann þar til tvær vikur eru liðnar frá komu til landsins.

Þá þurfa gestir að gefa sig fram við öryggisverði eða móttökustarfsmenn við komu sína á spítalann.

Deildum verður heimilt að veita undanþágu frá þessari reglu þegar við á, til dæmi sá líknardeild.

Starfsmenn beri grímu þangað til búið er að útiloka smit

Verður starfsmönnum sem taka á móti sjúklingum á móttökum spítalans gert að bera skurðstofugrímu þar til búið er að meta með spurningalista hvort sjúklingur sé sýktur.

Þá verða allir sem leita þjónustu Landspítala og hafa dvalið erlendis síðastliðnar tvær vikur meðhöndlaðir í sóttkví þar til tvær vikur eru liðnar frá komu til landsins.

Þar að auki þurfa starfsmenn Landspítala sem koma til afleysinga eða snúa aftur til vinnu eftir dvöl erlendis að fara í tvöfalda skimun við heimkomu og sóttkví C þar til tvær vikur eru liðnar frá heimkomu.