Mál vegna hand­töku manna í Hafnar­firði hefur verið vísað til rann­sóknar hjá em­bætti héraðs­sak­sóknara. Greint var frá málinu í Frétta­blaðinu í dag en vitnum að hand­tökunni of­bauð fram­ganga lög­reglunnar á vett­vangi.

„Þetta var ó­geðs­legt, eins og í bíó­mynd,“ sagði einn sjónar­vottur sem ekki vill láta nafns síns getið í Frétta­blaðinu í dag. Hann lýsti því hvernig einn lög­reglu­þjónanna beitti pipar­úða á manninn og annar lög­reglu­þjónn sló hann í­trekað í höfuðið með kylfu þar til hann rotaðist og féll í jörðina.

Í til­kynningu frá Lög­reglunni á höfuð­borgar­svæðinu kemur fram að upp­tökur úr búk­mynda­vél lög­reglu­manna á vett­vangi séu meðal máls­gagna.

Í til­kynningu segir í kjöl­far þess að málinu hafi verið vísað á­fram geti þau ekki frekar tjáð sig um málið á meðan svo er.