Héraðsdómur Reykjaness staðfesti í dag ákvörðun embættis sóttvarnarlæknis um að einstaklingur skyldi vera samfleytt í 23 daga í sóttkví. Viðkomandi var skikkaður í sóttkví á grundvelli þess að hafa verið í nánd við covid smitaða einstaklinga á tveimur mismunandi tímum.

Einstaklingurinn vildi fá ákvörðuninni hnekkt og þurfti Landlæknisembættið því að höfða mál gegn honum, ákvörðuninni til staðfestingar. Var mál hans byggt á því að hámarkstími sóttkvíar samkvæmt sóttvarnarlögum eru 15 dagar. Málið er annað sóttvarnarmálið sem háð er fyrir dómstólum um hátíðirnar.

Eins og greint hefur verið frá hafa fimm einstaklingar reynt að fá ákvörðun um einangrun, byggða á PCR prófum, hnekkt fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur