Lögreglan á Akureyri fær frest til að skila greinagerð um skýrslutöku Aðalsteins Kjartanssonar, blaðamanns á Stundinni, í tengslum við skæruliðamál Samherja.

Aðalsteinn óskaði eftir því að héraðsdómur myndi skera úr um lögmæti ákvörðunar lögreglu um að veita sér réttarstöðu sakbornings.

Krafa hans var staðfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra í morgun.

RÚV greinir frá.

Aðalsteinn er einn fjögurra blaðamanna sem hafa fengið réttarstöðu sakbornings í máli lögreglunnar á Akureyri vegna meintra brota á friðhelgi einkalífs með umfjöllun um svokallaða „skæruliðadeild“ Samherja.

Hinir þrír blaðamennirnir eru þau; Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, Arnar Þór Ingólfsson blaðamaður á Kjarnanum og Þóra Arnórsdóttir, ritstjóri Kveiks.

Í hádegisfréttum RÚV sagði Gunnar Ingi Jóhannsson, lögmaður Aðalsteins, að hann hygðist frá niðurstöðu í málið áður en það yrði yfirheyrður af lögreglunni á Akureyri.

Þá vonaðist Gunnar Ingi eftir því að búið væri að úrskurða um málið áður en að skýrslutökunni kæmi.