Grímu­skylda í ein­hverju formi tekur gildi að nýju á mið­nætti í kvöld með hertum sam­komu­tak­mörkunum. Í reglu­gerð heil­brigðis­ráð­herra kemur fram að grímur skuli nota þar sem er illa loft­ræst eða ekki er unnt að tryggja eins metra ná­lægðar­tak­mörk.

Í reglu­gerð heil­brigðis­ráð­herra eru tekin dæmi um staði þar sem þarf að bera grímur. Tekið er fram að það eigi einungis við ef hús­næði er illa loft­ræst eða ekki er unnt að tryggja ná­lægðar­tak­mörk, eins og áður segir.

Á eftir­farandi stöðum verður grímu­skylda, upp­fylli þeir ekki áður upp talin skil­yrði:

Al­­menn­ings­­sam­­göng­um
Versl­un­um
Leigu­bíl­um
Hóp­bif­­reiðum
Hár­­greiðslu-, snyrti-, nudd- og húð­flúr­­stof­um
Heil­brigðis­þjón­ustu
Söfn­um
Inn­an­lands­flugi
Verk­­legu öku­­námi og flug­námi
Hunda­snyrti­­stof­um
Sól­baðs­stof­um
Ann­arri sam­bæri­­legri starf­­semi