Samherjafólk hefur nú lagt fram sínar fyrstu eiðsvörnu yfirlýsingar í svokölluðu Fishrot-máli eða Fishcor og Namgomar- kyrrsetningarmáli í Namibíu. Öll skella þau skuldinni á Jóhannes Þorsteinsson uppljóstrara.

Málið varðar átta ríkisborgara Namibíu og ellefu félög þeim tengd auk þriggja Íslendinga og fimm félaga í þeirra eigu.

Þeim Sacky Shanghala, fyrrverandi dómsmálaráðherra, Bernhardt Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, James Hatuikulipi, fyrrverandi stjórnarformanni Fishcor, Tamson 'Fitty' Hatuikulipi, tengdasyni Esau og frænda James, og Ricardo Gustavo, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækisins Namgomar, er gefið að sök að hafa þegið mútur frá félögum tengdum Samherja, í skiptum fyrir makrílkvóta.

Hægt er að nálgast öll gögn í málinu á vef dómstólsins í Namibíu hér. Númer málsins er HC-MD-CIV-MOT-POCA-2020/00429. Yfirlýsingarnar má finna hér fyrir neðan.

Nokkrir kaflar í eiðsvörnum yfirlýsingum starfsmanna og stjórnarmanna Samherja fjalla um hegðun Jóhannesar.
Skjáskot úr eiðsvörnum yfirlýsingum.

Hér fyrir neðan má sjá eiðsvarnar yfirlýsingar alla hjá Samherja sem koma að málinu. Á vefsíðu dómstólsins má einnig finna fylgiskjöl sem þau nota til að styðja við mál sitt, þ.e. tölvupóstur, kvittanir og svo framvegis.

Til stóð að ákæra þrjá Íslendinga í málinu; Ingvar Júlíusson, Egil Helga Árnason og Aðalstein Helgason. Saksóknari í Namibíu vildi fá þá framselda til Namibíu svo hægt væri að birta þeim ákæru í málinu en erindinu var hafnað þar sem stjórnvöld framselja ekki íslenska ríkisborgara til annarra landa.

Yfirlýsing Þorsteins Más Baldvinssonar.

Forstjóri Samherja.

Eiðsvarin yfirlýsing Ingvars Júlíussonar. Skjal 2. Skjal 3. Skjal 4. Skjal 5. Skjal 6. Skjal 7. Skjal 8. Skjal 9. Skjal 10. Skjal 11. Skjal 12.

Ingvar Júlíusson er fjármálastjóri Samherja á Kýpur og í Afríku.

Ingvar segir Jóhannes Stefánsson gangast sjálfur við að vera glæpamaður (e. self-confessed criminal).
Afrit af eiðsvarinni yfirlýsingu Ingvars Júlíussonar

Eiðsvarin yfirlýsing Jóns Óttars Ólafssonar. Skjal 2. Skjal 3.

Fyrrverandi rannsóknarblaðamaður og starfsmaður Samherja.

Eiðsvarin yfirlýsing Örnu McClure. Skjal 2. Skjal 3.

Lögmaður, þekkt fyrir herferð sína í „skæruliðadeild“ Samherja.

Eiðsvarin yfirlýsing Guðmundar Ævarssonar.

Lýsir sjálfum sér sem fisksala í Namibíu. Kemur víða við í skjölum Wikileaks í tengslum við Esja Fishing. Líkt og kemur fram í frétt Stundarinnar hafði Samherji félagið Cape Cod FS í skattaskjólinu Marshall-eyjum til að greiða laun sjómanna í Afríku frá árinu 2010. Félagið millifærði rúma níu milljarða voru önnur félög Samherja, þar á meðal Esja Fishing.

Eiðsvarin yfirlýsing Ingólfs Péturssonar.

Fyrrverandi fjármálastjóri Samherja í Namibíu.

Eiðsvarin yfirlýsing Vilhelms Harðarsonar.

Starfsmaður hjá Samherji Group.

Eiðsvarin yfirlýsing Gunnars Harðarsonar.

Segist hafa starfað með Jóhannesi Stefánssyni sem skipstjóri á Fleur de Mere.

Eiðsvarin yfirlýsing Egils Helga Árnasonar.

Var framkvæmdastjóri Samherja í Namibíu í gegnum Esja Holding, Saga Seafood, Heinaste Investments og Saga Investments. Kom að stjórnun ArcticNam.