Dómsmálaráðuneytið hefur óskað þess að embætti sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu láti af höndum öll gögn í tengslum við úrskurð sérstakrar kjörnefndar sem skipuð var og vísaði kæru Vigdísar Hauksdóttir, borgarfulltrúa Miðflokksins, frá.

Frá þessu greindi Vigdís á Facebook-síðu sinni en þar birti hún afrit af erindi ráðuneytisins til sýslumanns. „Hér er brotið blað í sögunni og er ég afar stolt að hafa haldið þessu máli til streitu,“ skrifaði Vigdís.

Málið varðar framkvæmd borgarstjórnarkosninganna, sem fram fóru í maí í fyrra, og notkun presónuupplýsinga í aðdraganda þeirra. Persónuvernd gerði athugasemd vegna framkvæmdarinnar og ákvað Vigdís að kæra í kjölfar úrskurðarins, með það að leiðarljósi að kosningarnar yrðu gerðar ógildar.