Einn heppinn miða­eig­andi var einn með allar tölurnar réttar í EuroMilli­ons-lottóinu. Út­drátturinn fór fram í gær­kvöldi og var vinnings­miðinn seldur í Bret­landi.

Potturinn að þessu sinni var stór, eða 184 milljónir punda, rétt rúmir 30 milljarðar króna á nú­verandi gengi. Happa­tölurnar voru 3, 25, 27 28, og 29 og bónus­tölurnar voru 4 og 9.

Aldrei áður í sögunni hefur jafn stór lottó­vinningur ratað til Bret­lands, að því er fram kemur í fréttum breskra fjöl­miðla.

Alls hafa fjór­tán heppnir miða­eig­endur í Bret­landi unnið 100 milljónir punda eða meira, en þar til í gær­kvöldi var stærsti vinningurinn 170 milljónir punda á miða sem seldur var í októ­ber 2019.

Meðal annarra þátt­töku­­þjóða í EuroMilli­ons-lottóinu eru Ír­land, Frakk­land, Spánn, Portúgal, Austur­­ríki og Sviss.