Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu sinnti ýmsum fjöl­breyttum verk­efnum í gær og í nótt. Þó­nokkrir voru stöðvaðir vegna gruns um að aka undir á­hrifum vímu­efna eða á­fengis.

Þá var til­kynnt um tvær líkams­á­rásir í mið­bæ og hafði einn verið hand­tekinn í tengslum við aðra þeirra. Þá var til­kynnt korter yfir fjögur í nótt um mann sem hrækti á dyra­vörð í mið­bænum en aðilinn var ó­við­ræðu­hæfur þegar lög­regla kom á vett­vang. Hann var vistaður í fanga­klefa.

Fleiri at­vik áttu sér stað í mið­borginni sem lög­reglan að­stoðaði við en sem dæmi átti leigu­bíl­stjóri í vand­ræðum með far­þega sem ekki gat borgað og svo var til­kynnt um æsta við­skipta­vini á veitinga­stað. Þá slasaðist einn eftir fall í mið­bæ og var fluttur á slysa­deild.

Í hverfi 108 hentu tveir aðilar pizza­sneið í starfs­mann á mat­sölu­stað. Þeir yfir­gáfu veitinga­staðinn áður en lög­reglan kom á vett­vang.

Þá voru skráningar­merki fjar­lægð af nokkrum bif­reiðum ýmist vegna van­rækslu á greiðslu vá­trygginga eða van­rækslu á að færa öku­tækið til skoðunar innan til­skilins tíma.