Óskað var eftir að­stoð lög­reglu á skemmti­stað í höfuð­borginni í nótt þegar ein­stak­lingur henti glasi í starfs­mann staðarins. Kemur þetta fram í dag­bók lög­reglu.

Ein­stak­lingurinn var hand­tekinn af lög­reglu og vistaður í fanga­klefa þar til runnið væri af honum og hægt að taka skýrslu af honum vegna málsins.

Í mið­bænum þurfti lög­regla einnig að að hand­taka ofur­ölvi ein­stak­ling sem lét ó­ró­lega og var að á­reita fólk. Hann verður vistaður í fanga­klefa þangað til hægt væri að ræða við hann.

Þá óskaði leigu­bíl­stjóri eftir að­stoð þegar far­þegi neitaði að greiða fyrir um­beðin akstur og neitaði einnig að fara úr bílnum.

Í Mos­fells­bæ var lög­reglu til­kynnt um ein­stak­ling sem hafði fallið í jörðina og orðið fyrir ein­hverjum á­verkum. Ekki er vitað um líðan ein­stak­lingsins á þessari stundu.