Ís­lands­hótel hf. braut per­sónu­verndar­lög með því að hengja upp svo­kallaðan „skammar­lista“ yfir veikinda­fjar­vistir starfs­manna í al­mennu rými á hóteli fyrir­tækisins. Þetta kemur fram í ný­legum úr­skurði Per­sónu­verndar. Sam­kvæmt úr­skurðinum er fyrir­tækinu gert að setja sér verk­lags­reglur um með­ferð per­sónu­upp­lýsinga um starfs­menn fyrir­tækisins, tryggja að þær séu að­gengi­legar öllum starfs­mönnum og jafn­framt kynna þær sér­stak­lega fyrir öllum stjórn­endum innan fyrir­tækisins.

Deilt um hver hengdi listann upp í sam­eigin­legu rými

Stéttar­fé­lagið Efling kvartaði til Per­sónu­verndar fyrir hönd starfs­manna hótelsins í febrúar í fyrra. Á þeim tíma hélt Efling því fram að um­ræddur listi væri „skammar­listi“ sem sýndi hvaða starfs­menn tóku flesta veikinda­daga. Í kvörtun Eflingar til Per­sónu­verndar kemur fram að rekstrar­stjóri á hótelinu hafi hengt upp listann í eld­húsi hótelsins. Ís­lands­hótel hf. hélt því fram að listinn hafi verið tekinn ó­frjálsri hendi á skrif­stofu yfir­manns og hengdur upp í kjöl­farið. Efling hafnaði al­farið þeim full­yrðingum í kvörtun sinni.

Í úr­skurði Per­sónu­verndar kemur fram að þrátt fyrir að deilt sé um hvort yfir­maður hafi hengt upp listann eða hann hafi verið tekinn ó­frjálsi hendi er ó­um­deilt að listinn hékk um skeið í sam­eigin­legu rými starfs­manna hótelsins. Ís­lands­hótel hf. hafi þannig brotið per­sónu­verndar­lög og var fyrir­tækinu sem fyrr segir gert að setja sér verk­lags­reglur um vinnslu per­sónu­upp­lýsinga starfs­manna sinna.