Veður

Hengdi upp þvottinn með snjó upp að öxlum

Rebekka Guðleifsdóttir íbúi á Ísafirði birti skemmtilega mynd á Facebook-síðu sinni þar sem hún sést hengja upp þvottinn sinn í miklu fannfergi.

Eins og sjá má náði snjórinn Rebekku hátt upp í axlir. Mynd/Rebekka Guðleifsdóttir

Nei, nei, þetta var ekkert kalt. Ég þurfti reyndar að moka í hálftíma til að komast út,“ segir Rebekka Guðleifsdóttir, íbúi á Ísafirði en hún birti í dag afar skemmtilega ljósmynd á Facebook-síðu sinni þar sem hún sést vaða út í snjó sem náði henni upp á axlir til þess hengja upp þvottinn sinn.

Í samtali við Fréttablaðið segir Rebekka að myndin hafi verið uppstillt, hún sé listamaður og ljósmyndari og leiki sér oft með snjóinn í þeim efnum.

„Þetta er algjörlega uppstillt. Ég hef mikið verið í því að taka sjálfsmyndir í snjónum svo þetta er ekkert óvenjulegt fyrir mig.“

Í stað þess að hanga inni segist hún frekar vilja hafa komast út til þess að stilla þessari súrrealísku senu.

„Það er svolítið niðurdrepandi þegar það er svona mikill snjór og maður þarf að hanga inni. Þetta er búinn að vera snjóþungur vetur,“ segir hún og segist enn vera að venjast veðurfarinu, þetta sé einungis annar veturinn hennar á Ísafirði.

En lét hún þvottinn hanga úti í kuldanum?

„Nei, þetta var bara uppstillt eins og ég segi,“ segir Ísfirðingurinn sem er greinilega engin kuldaskræfa.

Rebekka viðraði, líkt og þvottinn, hugmyndina um hvort hún ætti að ryðja sér leið að þvottasnúrunum fyrr í dag. Hér má sjá hvernig aðkoman var áður en hún tók til hendinni.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Veður

Veðrið á Vest­fjörðum: Björgunar­sveitir og bollu­sala

Veður

​ Rigning í dag og rok í kvöld

Veður

Hvasst, blautt og mikill öldugangur

Auglýsing

Nýjast

Tólf ára blaða­kona lét lög­reglu­mann heyra það

Þyrlan sótti göngu­menn upp á Tungna­fells­jökul

Fjallað um fyrir­hugaðar hval­veiðar í er­lendum miðlum

Plok­kver­tíðin að hefjast hjá Atla

Segja RÚV upp­hefja eigin verk á kostnað fag­manna

Leit lokið í dag: „Mikill sam­hugur á Ír­landi“

Auglýsing