Gríðarlegu magni af matvælum er sóað á hverjum degi. Gert er ráð fyrir að Reykvíkingar hendi mat að andvirði 4,5 milljörðum árlega. Á þessu ári verður leitað til heimila og fyrirtækja til að kanna magn matarúrgangs. Hægt er að koma í veg fyrir matarsóun með góðri skipulagningu ásamt því að fylgjast betur með hvað er til í ísskápnum.

 • Rúm­leg­a 1/3 hlut­i þeirr­a mat­væl­a sem fram­leidd eru í heim­in­um end­ar í rusl­in­u.
 • 1,3 millj­örð­um tonn­a af mat er sóað ár­leg­a í heim­in­um.
 • Reyk­vík­ing­ar hend­a um 5,8 tonn­um af mat og drykk á hverj­u ári.
 • Mat að and­virð­i 4,5 millj­arð­ar er hent af Reyk­vík­ing­um ár­leg­a.
Með því að skipuleggja matarinnkaup og fylgjast betur með því sem er til er hægt að koma í veg fyrir matarsóun.
Fréttablaðið/Getty

Mat­ar­só­un fjög­urr­a Ís­lend­ing­a mynd­ar jafn mik­ið af gróð­ur­hús­a­loft­teg­und­um og út­blást­ur með­al­bíls á einu ári. Minn­a en 25 prósent þeirr­a mat­væl­a sem fleygt er ár­leg­a gætu fætt alla þá sem þjást af hungr­i í heim­in­um. 25 prósent af fersk­vatn­i heims­ins fara í rækt­un mat­væl­a sem aldr­ei eru borð­uð.

10 ráð gegn matarsóun

 1. Skipulögð matarinnkaup
  Útbúðu matseðil fyrir vikuna og hafðu í huga hvað er til á heimilinu. Skipulegðu matseðilinn út frá því sem til er.
  Ekki falla fyrir tilboðum í verslunum. Það getur orðið til þess að keypt er umfram það sem þörf er á.
 2. Athugaðu dagsetningar
  Þekktu muninn á „síðasta neysludegi“ og „best fyrir“.
  Notaðu lyktarskynið til þess að segja til um hvort matvara er í lagi eða ekki.
 3. Hugsaðu um fjármálin
  Að henda mat er líkt og að henda fjármunum.
  Gefum okkur að fjölskylda eyði að meðaltali fimmtán þúsund krónum í mat á viku og að þriðjungi sé hent. Þá er mat að verðmæti 260.000 krónur hent árlega í hverri fjölskyldu.
 4. Stilltu ísskápinn rétt
  Sé ísskápurinn stilltur of hátt getur það stytt endingartíma ýmissa matvæla.
 5. Geymdu matinn rétt
  Merktu hvenær þú opnar matvöru.
  Vertu meðvituð/aður um það hvernig geyma skal matvörur líkt og ávexti og grænmeti.
 6. Skipuleggðu ísskápinn
  Farðu yfir ísskápinn áður en keypt er inn.
  Raðaðu því elsta fremst svo það sé notað fyrst.
 7. Eldaðu rétt magn
  Nýttu þér viðmið um skammtastærðir.
  Fylgstu með neyslu fjölskyldunnar.
 8. Notaðu afganga
  Nýttu afgangana í nesti daginn eftir eða í nýja rétti.
 9. Notaðu frystinn
  Nýttu frystinn til að geyma afganga eða umframmat.
 10. Búðu til moltu
  um moltugerð má finna víðsvegar og gefur hún umframmat, matar­afgöngum og -affalli framhaldslíf.

Mikilvægt er að þekkja merkingar um endingartíma matvæla

„Best fyrir“ merkir að matvara geti enn verið vel hæf til neyslu. Notaðu lyktar- og bragðskyn til að skera úr um það.

„Síðasti neysludagur“ merkir að matvæli eru ekki lengur hæf til neyslu. Hentu vörunni.

Allar þessar matvörur er best að geyma við stofuhita.
Myndir/Getty

Endingartími við stofuhita:

14 + dagar

Sætar kartöflur 14 + dagar

Kartöflur 14 + dagar

7-10 dagar:

Tómatar 7-10 dagar

Laukur 7-10 dagar

2-5 dagar:

Plómur (3-4 dagar)

Perur (3-4 dagar)

Hvítlaukur (3-4 dagar)

Avókadó (3-4 dagar)

Bananar (2-5 dagar)

Allar þessar matvörur er best að geyma í ísskáp.
Myndir/Getty

Endingartími í ísskáp:

2-5 dagar:

Sveppir

Jarðaber

Hindber

5-7 dagar:

Aspas

Spínat

Vínber

Brokkolí

Blómkál

Paprika

10-12 dagar:

Gulrætur

Rófur

Rauðkál

Engifer

Greinin er að miklu leyti unnin upp úr upplýsingum sem er að finna á heimasíðunni www.matarsoun.is