Í­bú­ar í Hans Plac­e í Chels­e­a-hverf­in­u í Lond­on eru orðn­ir lang­þreytt­ir á há­vað­a frá íbúð nokk­urr­i í hverf­in­u sem þeir lýsa sem „hel­vísk­um“. Í­búð­in er í eigu Páf­a­garðs sem keypt­i hana árið 2014 og er í einu dýr­ast­a hverf­i borg­ar­inn­ar.

Ná­grann­ar í­búð­ar­inn­ar hafa kvart­að til borg­ar­yf­ir­vald­a og meir­a að segj­a kom­ið kvört­un­um sín­um á fram­fær­i við send­i­herr­a Páf­a­garðs í Bret­land­i. Mik­ið skemmt­an­a­hald hef­ur ver­ið í í­búð­inn­i og jafn­vel plöt­u­snúð­ar þeytt skíf­um þar. Í­búð­in er 836 fer­metr­ar að stærð á þrem­ur hæð­um, með stór­um garð­i og sund­laug sem byggð var er í­búð­in var tek­in í gegn fyr­ir marg­ar millj­ón­ir pund­a. Leig­u­verð fyr­ir eign­in­a er 30 þús­und pund á viku eða 5,1 millj­ón krón­a.

Kaup­and­inn kærð­ur

Það var kard­í­nál­inn Gi­ov­ann­i Angel­o Becc­i­u sem hafð­i um­sjón með kaup­un­um og fleir­i fjár­fest­ing­um í fast­eign­um í Lond­on. Hann hef­ur nú ver­ið á­kærð­ur af Páf­a­garð­i fyr­ir fjár­mál­a­glæp­i, fyrst­ur kard­í­nál­a í seinn­i tíð. Fast­eign­irn­ar eru í eigu skúff­u­fyr­ir­tæk­is á bresk­u eyj­unn­i Jer­s­ey und­ir stjórn góð­gerð­ar­sjóðs­ins Pet­ers Penc­e sem að­stoð­ar þau sem minn­a mega sín.

Gi­ov­ann­i Angel­o Becc­i­u kard­í­nál­i árið 2018.
Fréttablaðið/AFP

Einn ná­grann­i, sem ekki vild­i láta nafns síns get­ið, seg­ir í sam­tal­i við Fin­anc­i­al Tim­es að búið sé að kvart­a marg­sinn­is yfir há­vað­a frá í­búð­inn­i. Þar hafi ver­ið hald­in há­vær part­ý og mann­fögn­uð­ir, til dæm­is í maí hafi ein slík skemmt­un stað­ið fram und­ir morg­un.

Í bréf­um sem send voru til borg­ar­yf­ir­vald­a og Fin­anc­i­al Tim­es hef­ur und­ir hönd­um seg­ir að „hel­vísk­ur há­vað­i“ ber­ist frá í­búð­inn­i og kvart­an­a­deild yf­ir­vald­a hafi kom­ið kvört­un­un­um til skil­a til eign­ar­halds­fé­lags Páf­a­garðs.

Í svar­i frá skrif­stof­u send­i­herr­a Páf­a­garðs í Bret­land­i, eft­ir að hann fékk sent kvört­un­ar­bréf, seg­ir að tek­ið verð­i á mál­in­u af borg­ar­yf­ir­völd­um. Ekki hafi kom­ið fram í neinn­i kvört­un að starfs­menn Páf­a­garðs hafi ver­ið við­stadd­ir nokkr­a skemmt­un í í­búð­inn­i.