Vopnaður maður sem réðst ítrekað inn í apótek og þvingaði afgreiðslufólk til að afhenda sér ávanabindandi lyf hefur verið dæmdur í átta mánaða fangelsi.

Samkvæmt ákærunni fór maðuriunn með félaga sínum inn í lyfjaverslun 10 . mars og veittist þar að starfsmanni. „Ákærði dró upp hamar og krafði B [starfsmanninn] um Oxycontin sem hann kastaði til þeirra yfir afgreiðsluborð. Í kjölfarið höfðu ákærði og á brott með sér eina pakkningu af Oxycontin að söluverðmæti 7.158 krónur,“ segir í fyrsta lið ákærunnar.

Þá var manninum gefið að sök annað rán í lyfjaverslun þar sem hann var sagður „hafa laugardaginn 13. mars veist með ofbeldi og hótunum að starfsmanni apóteksins, gripið í hana, haldið henni að sér, dregið upp hníf sem hann reyndi að leggja að hálsi hennar og haldið hnífnum að henni á meðan hann krafði hana og samstarfskonu hennar, D, um Oxycontin sem D afhenti ákærða,“ eins og segir í ákærunni.

Maðurinn er síðan sagður hafa tekið með sér tvær pakkningar af rítalíni og sex pakkningar Oxycontin í mismunandi stærðum og styrkleika. Bæði eru þetta ávanabindandi lyf sem veita vímu.

Þriðji ákæruliðurinn snýst um brot á vopnalögum sem maðurinn er sagður hafa fram með því að vera með hníf í fórum sínum í apóteki þann 16. mars.

Maðurinn játið sök fyrir dómi. „Samkvæmt sakavottorði ákærða hefur hann þrívegis sætt sektarrefsingu; síðast í nóvember 2014. Hafa þau brot engin áhrif til þyngingar við ákvörðun refsingar í þessu máli. Ákærði er nú sakfelldur fyrir tvö ránsbrot, sem þykja í eðli sínu alvarleg og fyrir eitt vopnalagabrot,“ segir í dómi Héraðsdóms Reykjaness sem kveðinn var upp í gær.

Til frádráttar átta mánaða fangelsisdómi mannsins kemur 51 dagur sem hann í gæsluvarðhaldi.