Innlent

Hélt fjórtán ára stúlku fastri og ógnaði henni

Tuttugu og þriggja ára karlmaður var ákærður fyrir ólögmæta nauðung og barnaverndarlagabrot. Refsingu yfir honum hefur verið frestað og fellur niður að tveimur árum liðnum.

Maðurinn var sjáanlega undir áhrifum vímuefna þegar atvikið átti sér stað. Hann kvaðst hafa tekið inn LSD ofskynjunarlyf. Fréttablaðið/Heiða

Héraðsdómur Reykjavíkur ákvað í gær að fresta refsingu yfir 23 ára karlmanni sem gefið var að sök að hafa hlaupið ógnandi og öskrandi á eftir fjórtán ára stúlku, tekið í úlpuermi hennar og haldið henni fastri árið 2016. Maðurinn, sem var ákærður fyrir ólögmæta nauðung og barnaverndarlagabrot, játaði brot sitt skýlaust. 

Undir áhrifum LSD

Íbúa á svæðinu tókst að koma stúlkunni til aðstoðar og koma henni inn á heimili sitt. Maðurinn reyndi hins vegar að komast öskrandi inn á eftir þeim þannig að íbúinn þurfti að halda hurðinni, að því er segir í dómnum. Ákærði var undir áhrifum LSD ofskynjunarlyfja og kvað hann alla sína skynjun hafa verið brenglaða umrætt sinn, sem hafi að endingu ráðið gjörðum hans. 

Maðurinn, sem er fæddur árið 1995, hefur ekki áður gerst sekur um refsiverðan verknað. Í niðurstöðu dómsins segir að hann iðrist gjörða sinna og hafi sýnt það í verki með því að leita sér aðstoðar og að sálfræðivottorð staðfesti það. Þar komi fram að atvikið hafi tekið á hann andlega en honum tekist að vinna úr því með ábyrgum hætti. 

Ber ábyrgð á gjörðum sínum

„Ákærði ber ábyrgð á gjörðum sínum þó hann hafi verið undir áhrifum fíkniefna. Á hinn bóginn má leggja til grundvallar að ásetningur hans hafi verið þokukenndur umrætt sinn,“ segir dómari í niðurstöðu sinni. 

Þá hafi atvikið ekki valdið stúlkunni verulegri vanlíðan, en þrátt fyrir það líti dómurinn háttsemi mannsins alvarlegum augum, enda hafi hún verið til þess fallin að valda ungri stúlku mikilli hræðslu. 

Dómurinn benti einnig á að málið hafi dregist óhæfilega og var niðurstaðan þar af leiðandi sú að refsingu mannsins skuli frestað og falli niður að tveimur árum liðnum, brjóti maðurinn ekki af sér á þeim tíma. Manninum var gert að greiða lögmannskostnað upp á tæplega 520 þúsund krónur og 230 þúsund krónur í sakarkostnað. Stúlkan fór ekki fram á miskabætur í málinu. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Sveitarstjórn

Til­laga um sumar­opnun leik­skóla sam­þykkt

Innlent

Taka út ferla í kjöl­far OR-ólgu: „Við verðum að gera betur“

Innlent

Nauð­syn­legt krabb­a­meins­lyf ekki ver­ið til í fjór­a mán­uð­i

Auglýsing

Nýjast

Þjófarnir hörfuðu eftir hetju­dáð lang­afans

Til­­laga um fram­gang borgar­línu sam­þykkt

Afar lík­legt að eitrað hafi verið fyrir Verzilov í Pus­sy Riot

Lætur endur­skoða reglu­gerð til að jafna rétt barna

Fjög­ur hand­tek­in þeg­ar lög­regl­a stöðv­að­i kann­a­bis­rækt­un

Furðar sig á „rán­dýrri“ Græn­lands­ferð í boði Al­þingis

Auglýsing