Varnar­mála­ráðu­neyti Íran hefur stað­fest að Moh­sen Fakhriza­deh, einn helsti kjarn­orku­vísinda­maður landsins, hafi verið ráðinn af dögum ná­lægt Tehran en þetta kemur fram í frétt BBC um málið.

„Hryðju­verka­menn myrtu fram­úr­skarandi íranskan vísinda­mann í dag,“ sagði Javad Zarif, utan­ríkis­ráð­herra Íran, á Twitter um málið og fyrir hönd Íran hvatti hann al­þjóða­sam­fé­lagið, og þá sér­stak­lega Evrópu­sam­bandið, til að for­dæma á­rásina.

Fakhriza­deh var yfir­maður rann­sóknar og ný­sköpunar hjá ráðu­neytinu en talið er að hann hafi verið yfir kjarn­orku­vopna­verk­efni landsins. Margir hafa lýst á­hyggjum yfir magninu af auðguðu úrani, helsta efnisins fyrir kjarn­orku­starf­semi, sem Íranir hafa verið að fram­leiða.

Heita hefndum

Sam­kvæmt ráðu­neytinu réðust vopnaðir hryðju­verka­menn á bíl sem Fakhriza­deh var í og kom til á­taka milli hryðju­verka­mannanna og líf­varða Fakhriza­deh en Fakhriza­deh særðist al­var­lega í á­rásinni. Hann var í kjöl­farið fluttur á spítala en lést skömmu síðar af sárum sínum.

Íranska ríkis­stjórnin sagði að um písla­vottar­dauða væri að ræða. Hossein Salami, undir­hers­foringi í írönsku byltinga­vörðunum (IRGC), hét því að Íranir kæmu til með að hefna dauða Fakhriza­deh en Fakhriza­deh var einnig hluti af írönsku byltinga­vörðunum.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem íranskur kjarn­orku­vísinda­maður er ráðinn af dögum en sam­kvæmt frétt BBC voru fjórir vísinda­menn myrtir frá árinu 2010 til 2012. Íranir sökuðu þá Ísrael um að hafa átt hlut í málinu. Ísraelsk yfir­völd hafa enn sem komið er ekki tjáð sig um dauða Fakhriza­deh.