Varnarmálaráðuneyti Íran hefur staðfest að Mohsen Fakhrizadeh, einn helsti kjarnorkuvísindamaður landsins, hafi verið ráðinn af dögum nálægt Tehran en þetta kemur fram í frétt BBC um málið.
„Hryðjuverkamenn myrtu framúrskarandi íranskan vísindamann í dag,“ sagði Javad Zarif, utanríkisráðherra Íran, á Twitter um málið og fyrir hönd Íran hvatti hann alþjóðasamfélagið, og þá sérstaklega Evrópusambandið, til að fordæma árásina.
Terrorists murdered an eminent Iranian scientist today. This cowardice—with serious indications of Israeli role—shows desperate warmongering of perpetrators
— Javad Zarif (@JZarif) November 27, 2020
Iran calls on int'l community—and especially EU—to end their shameful double standards & condemn this act of state terror.
Fakhrizadeh var yfirmaður rannsóknar og nýsköpunar hjá ráðuneytinu en talið er að hann hafi verið yfir kjarnorkuvopnaverkefni landsins. Margir hafa lýst áhyggjum yfir magninu af auðguðu úrani, helsta efnisins fyrir kjarnorkustarfsemi, sem Íranir hafa verið að framleiða.
Heita hefndum
Samkvæmt ráðuneytinu réðust vopnaðir hryðjuverkamenn á bíl sem Fakhrizadeh var í og kom til átaka milli hryðjuverkamannanna og lífvarða Fakhrizadeh en Fakhrizadeh særðist alvarlega í árásinni. Hann var í kjölfarið fluttur á spítala en lést skömmu síðar af sárum sínum.
BREAKING: Another Iranian nuclear scientist, Mohsen Fakhrizaddh, has been assassinated, Iranian media report. Iran has blamed Israel for past assassinations of nuclear scientists. https://t.co/YL9AwwPLPf
— Negar Mortazavi (@NegarMortazavi) November 27, 2020
Íranska ríkisstjórnin sagði að um píslavottardauða væri að ræða. Hossein Salami, undirhersforingi í írönsku byltingavörðunum (IRGC), hét því að Íranir kæmu til með að hefna dauða Fakhrizadeh en Fakhrizadeh var einnig hluti af írönsku byltingavörðunum.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem íranskur kjarnorkuvísindamaður er ráðinn af dögum en samkvæmt frétt BBC voru fjórir vísindamenn myrtir frá árinu 2010 til 2012. Íranir sökuðu þá Ísrael um að hafa átt hlut í málinu. Ísraelsk yfirvöld hafa enn sem komið er ekki tjáð sig um dauða Fakhrizadeh.