Þór­ólfur Guðna­son, sótt­varna­læknir, segir að staðan sé fín núna en alls greindust 110 smit í gær. Hann segir að það megi þó, eins og áður, búast við fleiri smitum á morgun og hinn eftir helgina. Hann ítrekar mikilvægi þess að þau sem fái boð í þriðju sprautuna þiggi það.

„Mér sýnist við hægt og bítandi stefna niður á við og séum lík­lega búin að ná toppinum núna þó það geti alltaf komið bak­slag tengt ein­hverjum hóp­sýkingum.“

Spurður hvort að bólu­setningar­vott­orð séu til skoðunar segir Þór­ólfur ekki fag­leg sjónar­mið fyrir því eins og staðan er núna en bendir á að bólu­settir njóti á­kveðinna réttinda um­fram óbólu­setta á, til dæmis, landa­mærum.

„Við erum með styttri sótt­kví og ein­angrun fyrir þá sem eru bólu­settir og ein­kenna­lausir. Það eru ekki for­sendur fyrir því að búa til bólu­setningarpassa fyrir þá sem eru bólu­settir og þau njóti meiri réttinda og losni við tak­markanir. Það eru ekki fag­legar for­sendur fyrir því núna,“ segir Þór­ólfur en hann fór vel yfir þetta í pistli á co­vid.is síðasta föstu­dag þar sem hann benti á að árangur þriðju sprautunnar yrði að vera vel um­fram þann árangur sem hefur hlotist af tveimur sprautum.

Það eru ekki for­sendur fyrir því að búa til bólu­setningarpassa

„Ef það kemur í ljós að þriðja sprautan er það góð að það er ó­veru­legur fjöldi smita sem kemur í kjöl­farið á henni þá geta menn farið að ræða af­léttingar á hömlum fyrir bólu­setta en þessi um­ræða er pólitísk og sið­fræði­leg og stjórn­völd verða að taka endan­lega á­kvörðun um það.“

Spurður hversu langan tíma tekur að fá þessar upp­lýsingar eftir þriðju sprautuna segir Þór­ólfur að það verði að bíða í minnst fjór­tán daga sem það taki fyrir efnið að virka eftir að því er sprautað og svo þurfi líka að taka til greina að tíminn til að smitast er miklu minni núna fyrir þau sem hafa fengið þriðju sprautuna en þau sem hafa fengið tvær sprautur.

„Þetta er til skoðunar og við birtum ein­hverjar tölur um þetta þegar það hefur verið skoðað betur.“

Hann segir við ekki kominn á þann stað að skoða hvort að fólk þurfi fjórðu sprautuna eða jafn­vel ár­lega. Það þurfi fyrst að skoða árangur þriðju sprautunnar.

„Við getum ekkert sagt um það núna. Við þurfum að halda á­fram og afla þessarar þekkingar og kunn­áttu og á meðan að gera það besta sem við getum gert til að hamla út­breiðslunni svo við þurfum ekki að vera með þessar tak­markanir. Það er það sem allir vilja,“ segir Þór­ólfur.

Fimm til tíu prósent hafi smitast

Spurður hvert ó­næmi sé nú á Ís­landi ef taldir eru þeir sem hafa smitast og þeir sem hafa verið bólu­settir segir Þór­ólfur að miðað við vörnina sem fæst af tveimur sprautum sé mögu­lega hægt að gera ráð fyrir því að helmingur þjóðarinnar sé ónæmur.

Það sé miðað við þá vörn sem fæst af tveimur sprautum, þeim fjölda sem hefur smitast, en það eru 16.800 greindir og svo einhver hluti þjóðarinnar sem hefur smitast en viti það ekki eða hafi ekki verið greindur sérstaklega. Þórólfur segir að það sé ekki hægt að vita nákvæman fjölda en það megi gera ráð fyrir því að fimm til tíu prósent þjóðarinnar hafi smitast af Covid.

„Það er tæp­lega helmingurinn af þjóðinni þannig við erum enn með stærstan part af þjóðinni sem getur enn smitast. En ef allir sem alla­vega hafa fengið tvær mæta í sína þriðju, og það virkar vel, þá erum við komin á góðan stað og þá þurfum við að sjá hvernig lengi sú vernd endist og hvort það þurfi að bólu­setja aftur. En þetta er verk­efni næstu mánaða og ára á meðan Co­vid er í gangi,“ segir Þór­ólfur.

Spurðu um þann fjölda sem er að greinast ein­kenna­laus og fjölda sem greinist já­kvæður í hrað­prófi segir Þór­ólfur að um helmingur þeirra sem hafi greinst já­kvæður í hrað­prófi hafi svo ekki greinst í PCR-prófi.

„Hrað­prófin eru að gefa falskar niður­stöður og við vissum af því en þess vegna höfum við hamrað á því að fara í PCR próf en ekki hrað­próf, ef það er með ein­kenni,“ segir Þór­ólfur.

Hann segir að vonir séu bundnar við það að þriðji skammturinn veiti betri vörn.

„Það er leiðin okkar út úr þessu eins og staðan er núna og þess vegna hvet ég alla, sem fá boð, að mæta í þriðja skammtinn. Ef menn gera það ekki þá verður þetta mallandi á­fram með okkur og þá þurfum við að halda á­fram að beita þessum tak­mörkunum. Co­vid fer ekki nema við náum upp góði ó­næmi í sam­fé­laginu og við náum því ekki nema með náttúru­legri sýkingu eða bólu­setningu,“ segir Þór­ólfur.

Helmingur þeirra sem greinist jákvæður í hraðpróf greinist svo neikvæður í PCR-prófi.
Fréttablaðið/Eyþór

Óbólusettir misleitur hópur

Á Ís­landi er 89 prósent lands­manna, 12 ára og eldri, full­bólu­sett. Þór­ólfur segir að þau sem enn eru óbólu­sett sé ekki eins­leitur hópur og að það þurfi að nýta ýmis ráð til að ná til þeirra en telur að það verði alltaf ein­hver lítill hópur sem verði óbólu­settur.

Við náum aldrei 100 prósent þátt­töku og þess vegna gildir að ná góðri þátt­töku svo það sé hægt að ná hjarðó­næmi og þeir sem eru óbólu­settir verði verndaðir af góðri þátt­töku hinna

„Við erum að skoða leiðir og hvaða hópur þetta er og hvernig sé hægt að ná þeim í bólu­setningu. Þetta er mis­leitur hópur og svo er hópur sem vill ekki láta bólu­setja sig. Það er ekki auð­velt að ná þessum hópi inn en við gerum það sem við getum,“ segir Þór­ólfur.

Þau sem ekki vilja láta bólu­setja sig, heldurðu að það sé hægt að fá þau til að skipta um skoðun?

„Nei, það held ég ekki. Það virðist ekki vera þótt svo að fé­lagar þeirra sem eru óbólu­settir veikist al­var­lega og þurfa að leggjast inn. Það virðist ekki nægja svo að fólk vilji taka bólu­setningu. Það er erfitt að eiga við það.“

Þannig það verður alltaf ein­hver lítill hópur sem verður óbólu­settur?

„Já, við náum aldrei 100 prósent þátt­töku og þess vegna gildir að ná góðri þátt­töku svo það sé hægt að ná hjarðó­næmi og þeir sem eru óbólu­settir verði verndaðir af góðri þátt­töku hinna. Það er þannig og mönnum getur fundist það ó­rétt­látt en þannig er það,“ segir Þór­ólfur.