Óhætt er að segja að æfing Sönghópins Spectrum þann 10. mars síðastliðinn hafi verið örlagarík en í kjölfar hennar veiktust átta af nítján kórfélögum sem voru þar viðstaddir og greindust með kórónaveiruna.

Allur hópurinn þurfti að fara í sóttkví og urðu sumir mikið veikir. Frá þessu er greint á Facebook-síðu Landspítalans en kórinn þakkaði að sjálfsögðu starfsfólki spítalans fyrir þjónustu sína með söng.

Kórinn flutti fjögur lög í tómri Seltjarnarneskirkju á föstudag þar sem passað var upp á tveggja metra regluna. Var flutningurinn sendur út í beinni útsendingu á netinu fyrir starfsmenn spítalans.