Að­eins helmingur þeirra 11 þúsund sem voru boðuð í örvunar­skammt í dag í Laugar­dals­höll mættu í bólu­setningu.

Spurð hvað veldur svo lé­legri mætingu segir Ragn­heiður Ósk Er­lends­dóttir, fram­kvæmda­stjóri hjúkrunar hjá heilsu­gæslu höfuð­borgar­svæðisins, að það sé margt sem geti haft á­hrif en að það skýri varla svo litla mætingu. Hluti hópsins geti verið í sótt­kví eða ein­angrun, ein­hverjir hafi ekki getað komið og svo gæti verið hluti sem hrein­lega vilji ekki koma.

„Ég veit ekki alveg hvað það getur verið. Það getur verið eitt­hvað í bland en ekkert sem skýrir þetta. Ég hefði viljað sjá meiri mætingu,“ segir Ragn­heiður Ósk.

Hún segir að hjúkrunar­heimilin hafi getað nýtt skammtana sem urðu af­gangs í dag.

Spurð hvort þau sem ekki mættu í dag geti mætt seinna segir hún að það sé á­stæða fyrir því að sé fjölda­bólu­setning sé til að minnka álag á heilsu­gæslunni en að það sé opið á Suður­lands­braut á milli 10 og 15 fyrir óbólu­setta og þau sem ekki mættu í dag geta nýtt þann tíma.

Hvað varðar þau sem hafa ný­lega veikst í­trekar hún að þau eigi ekki að mæta í bólu­setningu.

Á morgun er einnig fólk boðað í örvunar­skammt sem var í júní bólu­sett með bólu­efni Jans­sen.