Að­gerða­sinnar frá sam­tökunum Letzte Generation, eða Síðasta kyn­slóðin, köstuðu í dag kar­töflu­mús yfir mál­verk sem metið er á yfir 100 milljón punda og límdu sig svo síðan við vegginn sem mál­verkið hangir á.

Mál­verkið, sem kallað er Les Meu­les og er eftir Cla­de Monet, hangir á Bar­berini safninu í Pots­dam í Þýska­landi. Tveir ein­staklingar frá sam­tökunum laumuðu sér inn á safnið, klæddir öryggis­vestum og með kar­töflu­mús sem þau síðan köstuðu yfir mál­verkið.

Sam­kvæmt frétt The Sun um málið er enn ó­víst hvort mál­verkið hafi skemmst eða hvort það sé á bak við hlífðar­gler. Mynd­band af at­vikinu hefur farið á dreif um sam­fé­lags­miðla.

Annað svipað at­vik vakti at­hygli fyrr í vikunni. Þá helltu tveir að­gerða­sinnar súpu yfir mál­verk frá Van Gogh, en það mál­verk hangir í National Gallery í London, Bret­landi.

Að­gerðar­sinnarnir í Bret­landi voru hand­teknir eftir at­vikið en þau neituðu sök þegar þau voru leidd fyrir dómara.