Aðgerðasinnar frá samtökunum Letzte Generation, eða Síðasta kynslóðin, köstuðu í dag kartöflumús yfir málverk sem metið er á yfir 100 milljón punda og límdu sig svo síðan við vegginn sem málverkið hangir á.
Málverkið, sem kallað er Les Meules og er eftir Clade Monet, hangir á Barberini safninu í Potsdam í Þýskalandi. Tveir einstaklingar frá samtökunum laumuðu sér inn á safnið, klæddir öryggisvestum og með kartöflumús sem þau síðan köstuðu yfir málverkið.
Samkvæmt frétt The Sun um málið er enn óvíst hvort málverkið hafi skemmst eða hvort það sé á bak við hlífðargler. Myndband af atvikinu hefur farið á dreif um samfélagsmiðla.
Wir machen diesen #Monet zur Bühne und die Öffentlichkeit zum Publikum.
— Letzte Generation (@AufstandLastGen) October 23, 2022
Wenn es ein Gemälde braucht – mit #Kartoffelbrei beworfen – , damit die Gesellschaft sich wieder erinnert, dass der fossile Kurs uns alle umbringt:
Dann geben wir euch #Kartoffelbrei auf einem Gemälde! https://t.co/TN1dFKsi94
Annað svipað atvik vakti athygli fyrr í vikunni. Þá helltu tveir aðgerðasinnar súpu yfir málverk frá Van Gogh, en það málverk hangir í National Gallery í London, Bretlandi.
Aðgerðarsinnarnir í Bretlandi voru handteknir eftir atvikið en þau neituðu sök þegar þau voru leidd fyrir dómara.