Heidi Van Tassel, bandarísk kona sem býr í Los Angeles, segist þjást af áfallastreituröskun sjö mánuðum eftir að karlmaður hellti úr fötu með heitum niðurgangi yfir haus hennar, að því er frá er greint á vef Huffington Post.
„Þetta var niðurgangur. Heitur vökvi. Ég var rennandi blaut og þetta lak af augnhárunum mínum og í augun mín,“ segir Van Tassel. Hún segir manninn hafa dregið sig út úr bíl sínum þar sem hún var stödd á miðri götu.
Van Tassel hefur þurft að heimsækja spítala a þriggja mánaða fresti til að láta athuga með smitsjúkdóma sem tengjast saurgerlum. Hún segist eins og áður hefur komið fram þjást af áfallastreituröskun eftir árásina en jafnframt vorkenna manninum.
Maðurinn var handtekinn í kjölfar árásarinnar og í kjölfarið vistaður á viðeigandi geðheilbrigðisstofnun að því er segir í fréttinni. „Hann þarf ekki á fangelsisvist að halda, hann þarf geðheilbrigðisþjónustu. Ég hef samúð með honum því hann þarf hjálp.“