Heidi Van Tassel, banda­rísk kona sem býr í Los Angeles, segist þjást af á­falla­streitu­röskun sjö mánuðum eftir að karl­maður hellti úr fötu með heitum niður­gangi yfir haus hennar, að því er frá er greint á vef Huffington Post.

„Þetta var niður­gangur. Heitur vökvi. Ég var rennandi blaut og þetta lak af augn­hárunum mínum og í augun mín,“ segir Van Tassel. Hún segir manninn hafa dregið sig út úr bíl sínum þar sem hún var stödd á miðri götu.

Van Tassel hefur þurft að heim­sækja spítala a þriggja mánaða fresti til að láta at­huga með smit­sjúk­dóma sem tengjast saur­gerlum. Hún segist eins og áður hefur komið fram þjást af á­falla­streitu­röskun eftir á­rásina en jafn­framt vor­kenna manninum.

Maðurinn var hand­tekinn í kjöl­far á­rásarinnar og í kjöl­farið vistaður á við­eig­andi geð­heil­brigðis­stofnun að því er segir í fréttinni. „Hann þarf ekki á fangelsis­vist að halda, hann þarf geð­heil­brigðis­þjónustu. Ég hef sam­úð með honum því hann þarf hjálp.“