Hellisheiði er lokuð á kafla eftir að olíubíll lenti utan vegar. Bíllinn fór útaf á einbreiðum kafla og þarf því að loka heiðinni í báðar áttir.

Olía er um borð í bílnum og er því hætta á leka, en ekki hefur tekist að ná í lögregluna á Suðurlandi til að spyrjast nánari fregna. Unnið er að því að fjarlægja bílinn.

Þau sem þurfa að komast leiðar sinnar er bent á að aka Þrengslin, en búist er við að lokunin standi eitthvað fram yfir hádegi.

Vísir greinir frá því að olíuflutningabíllinn hafi lent utan vegar stuttu eftir klukkan níu í morgun. Engin slys hafi orðið á fólki og ekki sé vitað til þess að nein olía hafi lekið, en 40 þúsund lítrar af olíu voru í bílnum. Nú sé unnið að því að dæla olíunni úr bílnum svo að hægt sé að fjarlægja hann af vettvangi.

Fréttin hefur verið uppfærð.