Vegna slæmrar færðar hefur vegum um Hellisheiði, Þrengslin og Sandskeið verið lokað. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar.

„Hellisheiði: Vegurinn er lokaður og verður hann ekki opnaður í kvöld.

Þrengsli: Búið er að loka veginum vegna veðurs og ekki er gert ráð fyrir að hann opni aftur í kvöld. Bent er á Suðurstrandarveginn sem hjáleið en þar er krapi á vegi,“ segir í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Þá er þungfært á Mosfellsheiði og er vegfarendum ráðlagt frá því að fara á heiðina.

Nánar á vef Vegagerðinnar