Ekki aðeins verður hægt að panta hann í blæjuútgáfu heldur er hann nú fáanlegur með sex gíra beinskiptingu. Skiptingin kemur frá Tremec og verður beinskipta útgáfan líklega ódýrari en bíllinn með átta þrepa TorqueFlite sjálfskiptingunni. Vélin verður áfram hin 717 hestafla, 6,2 lítra V8 vél, svo að upptakið ætti ekki að breytast mikið.