Í dag rak stærðarinnar hval af ætt skíðis­hvala á land við golf­völlinn í Þor­láks­höfn. Val­garður Gísla­son, ljós­myndari Frétta­blaðsins, fór á staðinn og tók myndir af hræinu. Elliði Vignis­son, bæjar­stjóri í Ölfus, sagði í sam­tali við Frétta­blaðið fyrr í dag hræið virðast ný­dautt.

Hann sagði að lík­lega yrði hræið dregið á flot og því sökkt en uns það verði gert sé upp­lagt fyrir fólk að fara í Þor­láks­höfn og virða það fyrir sér enda sé þar nú blíð­skapar­veður.

Fréttablaðið/Valli
Fréttablaðið/Valli
Fréttablaðið/Valli
Fréttablaðið/Valli