Þór­ólfur Guðna­son sótt­varna­læknir telur ansi góðar líkur á að tekist hafi að koma í veg fyrir hóp­smit í kjöl­far þeirra kórónu­veiru­til­fella sem greindust um liðna helgi.

Þetta sagði Þór­ólfur í kvöld­fréttum RÚV. Hann segir aftur á móti ó­lík­legt að ráðist verði í til­slakanir þann 17. mars, en þá rennur reglu­gerð um tak­mörkun á sam­komum úr gildi.

Sex innan­lands­smit hafa greinst undan­farna sjö daga og greindist síðasta smit á mið­viku­daginn. Þór­ólfur óttaðist að ný bylgja gæti verið í kortunum eftir að smit komu upp um síðustu helgi, þar á meðal hjá starfs­manni Land­spítalans, en þrátt fyrir fjölda skimana virðist enginn hafa smitast af honum, hvorki sjúk­lingar né sam­starfs­menn.

Þór­ólfur segir að góðar líkur séu á að takist hafi að koma í veg fyrir hóp­smit en hann vill ekki full­yrða það að svo stöddu. „Maður þarf kannski að bíða í svona viku þannig að þetta er kannski helgin núna sem að ræður úr­slitum um það,“ sagði Þór­ólfur í fréttum RÚV.

Þór­ólfur segir ó­lík­legt að ráðist verði í til­slakanir þegar ný reglu­gerð tekur gildi á mið­viku­dag í næstu viku. „Mér finnst það nú frekar ó­lík­legt miðað við það sem er. En þetta er svona enn þá á teikni­borðinu.“