Helgi Seljan, sem lengi hefur starfað sem fjöl­miðla­maður hjá RÚV, hefur sagt upp störfum. Frá þessu greinir hann á lokuðu vef­svæði starfs­manna RÚV.

Kjarninn greinir fyrst frá.

„Ég mat það bara sem svo að nú væri rétti tím­inn til að takast á við nýjar á­skor­anir á nýjum stað. Ég ætla þó ekki að halda því fram að at­burð­ar­rás und­an­far­inna miss­era hafi ekki haft nein á­hrif á að ég yfir­­­leitt fór að velta þessum mögu­­leika fyrir mér. Ég skil þó við RÚV sáttur við allt og alla, vit­andi það að öll höfum við lært og munum draga lær­­dóm af því sem gengið hefur á“, skrifar Helgi.

Hann hóf störf á RÚV árið 2006 en hefur verið í leyfi frá störfum um nokkurn tíma. Hann vann síðast við frétta­skýringa­þáttinn Kveik en var áður í Kast­ljósi.

Í nóvember fjallaði Kveikur um Sam­herja­skjölin. Stefán Ei­ríks­son út­varps­stjóri sagði í mars að Helgi hefði mátt þola „for­dæma­lausar á­rásir“ af hálfu Sam­herja.

Marg­verð­launaður fjöl­miðla­maður

Helgi er marg­verð­launaður, hlotið þrenn blaða­manna­verð­laun meðal annars fyrir um­fjöllun um Sam­herja og brot Mjólkur­sam­sölunnar á sam­keppnis­lögum. Auk þess hefur hann fjórum sinnum verið valinn sjón­varps­maður ársins á Eddu­verð­laununum. Hann var valinn maður ársins af DV árið 2019.

„Að lokum vil ég segja þetta: Rík­is­út­­varpið og starfs­­fólk þess á ekki að þurfa að stilla upp í vörn. Alls ekki. Rík­is­út­­varpið á að sækja á. Innan þess­arar stofn­unar er ó­tæm­andi bunki af hæfi­­leik­um, dugn­aði og elju sem skilar sér til fólks á hverjum degi. Og þannig á það að vera á­fram. Auk þess að vera fræð­andi og skemmti­­legt, á Rík­is­út­­varpið líka að vera ögrandi og erfitt. Hlust­endum og á­horf­endum er eng­inn greiði gerður með því að sitja undir kurt­eis­is­hjali við skoð­anir þess og heims­­mynd öllum stund­um. Þannig hefur það ekki verið og má ekki verða“, segir Helgi í færslunni á vef­svæði starfs­manna RÚV.