Helgi Björnsson og Reiðmenn vindanna ásamt úrvali gesta verða með tónleika við Tjörnina í Reykjavík um verslunarmannahelgina og verður hægt að fylgjast með þeim í beinu streymi.

Fram kemur í tilkynningu að verið sé að endurtaka leikinn frá því um verslunarmannahelgina í fyrra. „Okkur langar að gera þetta aftur, einfaldlega vegna þess að það er margt fólk sem hefur gaman af því að geta fengið okkur til sín, hvar sem það er statt á landinu eða úti í heimi,“ er haft eftir Helga Björnssyni í tilkynningu um viðburðinn.

Tónleikarnir verða laugardagskvöldið 30. júlí og hefjast klukkan 21.00.