Helgi Hrafn Gunnarsson, fyrrverandi þingmaður Pírata, var í dag kjörinn í framkvæmdastjórn flokksins á rafrænum aðalfundi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Pírötum. Helgi Hrafn gaf út fyrr á árinu að hann hygðist ekki bjóða sig aftur fram til Alþingis í komandi þingkosningum.
Kosið var var í fjórar nefndir hjá Pírötum á aðalfundi flokksins um helgina.
Niðurstöðurnar urðu eftirfarandi:
Kosið var um eitt sæti í framkvæmdastjórn Pírata. Það hreppti Helgi Hrafn Gunnarsson.
Kosið var um tvö sæti í stefnu- og málefnanefnd Pírata. Þau hrepptu Svafar Helgason og Pétur Óli Þorvaldsson.
Kosið var um fimm sæti í úrskurðarnefnd Pírata. Þau hrepptu Annie Marín Vestfjörð G., Kristján Gísli Stefánsson, Kristrún Ýr Einarsdóttir, Jón Grétar Levi Jónsson og Halldór Haraldsson.
Kosið var um eitt sæti í fjármálaráð Pírata. Það hreppti Stefán Örvar Sigmundsson.