Helgi Hrafn Gunnars­son, fyrr­verandi þing­maður Pírata, var í dag kjörinn í fram­kvæmda­stjórn flokksins á raf­rænum aðal­fundi. Þetta kemur fram í til­kynningu frá Pírötum. Helgi Hrafn gaf út fyrr á árinu að hann hygðist ekki bjóða sig aftur fram til Al­þingis í komandi þing­kosningum.

Kosið var var í fjórar nefndir hjá Pírötum á aðal­fundi flokksins um helgina.

Niður­stöðurnar urðu eftir­farandi:

Kosið var um eitt sæti í fram­kvæmda­stjórn Pírata. Það hreppti Helgi Hrafn Gunnars­son.

Kosið var um tvö sæti í stefnu- og mál­efna­nefnd Pírata. Þau hrepptu Svafar Helga­son og Pétur Óli Þor­valds­son.

Kosið var um fimm sæti í úr­skurðar­nefnd Pírata. Þau hrepptu Anni­e Marín Vest­fjörð G., Kristján Gísli Stefáns­son, Krist­rún Ýr Einars­dóttir, Jón Grétar Levi Jóns­son og Hall­dór Haralds­son.

Kosið var um eitt sæti í fjár­mála­ráð Pírata. Það hreppti Stefán Örvar Sig­munds­son.