Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur, Siggi Stormur, hefur tekið saman veðurspána fyrir helgina og er óhætt að segja að útlitið sé bjart sunnantil á landinu.
„Á morgun laugardag verður norðlæg átt, stíf vestan til, einkum síðdegis. Rigning suðaustan og austan til, stöku skúrir norðanlands en yfirleitt léttskýjað sunnan og suðvestanlands. Hiti 5-15 stig, svalast við sjóinn fyrir norðan en hlýjast syðra,“ segir Siggi.
„Á sunnudag verður svipað veður, fremur stíf norðlæg átt, rigning austan til, stöku skúrir með norðurlandinu en bjart veður á Suður- og Vesturlandi. Hiti 3-15 stig, svalast á útnesjum fyrir norðan en hlýjast syðra.“

