Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er harðorð í garð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins, í færslu á Facebook. Sigmundur sendi í dag bréf á alla flokksmenn Miðflokksins þar sem hann sagði Gunnar Braga Sveinsson og Bergþór Ólason, þingmenn Miðflokksins, vera komna í leyfi.

Þá sagði hann samkomur, líkt og þem átti sér stað þriðjudaginn 20. nóvember þegar sex þingmenn sátu á sumbli og úthúðu öðrum þingmennum og ýmsum öðrum, hafa tíðkast lengi í þingheiminum. Ummæli þingmannana voru tekin upp af öðrum gesti barsins, sem þingmennirnir sátust á, og hefur hópurinn verið sakaður um kvenfyrirlitningu og fordóma.

Helga Vala virðist vera nokkuð ósátt með bréf Sigmundar, ef marka má Facebook-færslu hennar þar sem hún segir ekkert eðlilegt hafi verið við það samtal sem átti sér stað milli sexmenninganna. „NEI NÚ HÆTTIR ÞÚ! Það er EKKERT eðlilegt við það samtal sem átti sér stað milli ykkar sexmenninganna Sigmundur! “ ritar Helga Vala.

„Aldrei nokkurn tíman hef ég orðið vitni að öðru eins, hvorki sem atvinnustjórnmálamaður né almennur flokksmaður. Aldrei! Það má vel vera að þú sért því vanur slíku og þaðan af verra en ég kæri mig ekki um að vera dregin niður á þitt plan! Þetta getið þið átt alveg sjálf!“