Helga Vala Helga­dóttir, þing­kona Sam­fylkingarinnar, segist sam­mála Ögmundi Jónas­syni, fyrr­verandi ráð­herra og einum stofnanda Vinstri grænna, um að þau ættu að breyta nafni sínu.

Í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag segir Helga Vala að bæði vinstri og grænt hafi fengið að fjúka í sam­starfi við Sjálf­stæðis­flokkinn í nafni pólitísks stöðug­leika og að flokkurinn hafi breytt ís­lenskri pólitík á þessu ári með því að halda á­fram sam­starfi við Sjálf­stæðis­flokkinn í ríkis­stjórn.

„Stóru málin sem Vinstri græn voru stofnuð um, sem skiptu að sögn þeirra sköpum um þátt­töku flokksins í síðustu ríkis­stjórn, hafa nú verið færð öðrum flokkum fyrir það eitt að leið­togi flokksins fái á­fram að sitja í stjórnar­ráðinu. Meint af­sökun stjórnar­sam­starfsins á síðasta kjör­tíma­bili, að hér hafi ríkt stjórnar­kreppa, er ræki­lega hrakin með á­fram­haldandi sam­starfi við í­haldið,“ segir Helga Vala og að hér hafi ekki verið nein stjórnar­kreppa og að hafi allir vitað sem starfi innan stjórn­málanna.

Félagshyggjufólk klórar sér í kollinum

Helga Vala segir að það hafi á­vallt verið á­setningu for­svars­manna VG að komast í sam­starf við Sjálf­stæðis­flokkinn en að eftir sitji fé­lags­hyggju­fólk sem klórar sér í kollinum yfir því hvað hafi orðið af metnaði þeirra og stóru orðin.

Lang­stærsta verk­efni stjórn­málanna er ekki að við­halda pólitískum stöðug­leika heldur sam­fé­lags­legri vel­ferð. Þeim sam­fé­lögum sem leggja á­herslu á jöfnuð farnast best. Það næst að­eins með al­vöru að­gerðum þar sem tekjum og út­gjöldum ríkisins er beitt með jöfnuð að leiðar­ljósi. Þá verðum við án tafar að bregðast við stærstu heilsu­farsvá sam­tímans, geð­rænum á­skorunum, sem varað var við að myndu aukast í heims­far­aldri,“ segir Helga Vala og gagn­rýnir að ekki hafi fengist fjár­magn í fjár­lögum til að greiða fyrir sál­fræði­að­stoð.

Pistilinn er hægt að lesa í heild sinni í Morgun­blaðinu í dag.