Helga Vala Helga­dóttir hefur tekið við for­mennsku þing­flokks Sam­fylkingarinnar. Frá því er greint í til­kynningu frá Sam­fylkingunni en til­lagan var sam­þykkt á þing­flokks­fundi í dag.

„Þrátt fyrir sér­stakt upp­haf kjör­tíma­bils erum við í Sam­fylkingunni full til­hlökkunar að þing komi saman enda mörg brýn verk­efni fram undan auk þess sem við höfum undan­farnar vikur unnið að mikil­vægum málum sem við viljum setja á dag­skrá,” sagði Helga Vala eftir fundinn.

Helga Vala hefur setið á þingi fyrir hönd Sam­fylkingarinnar frá árinu 2017. Hún var for­maður stjórn­skipunar- og eftir­lits­nefndar Al­þingis á árunum 2017 til 2019 og for­maður vel­ferðar­nefndar 2019-til 2021.

Þórunn Svein­bjarnar­dóttir var auk þess kjörin vara­for­maður þing­flokks og Krist­rún Frosta­dóttir ritari þing­flokks á fundinum.