Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar, er nýr formaður vel­ferðar­nefnd­ar Alþing­is. Samkvæmt samkomulagi Samfylkingarinnar og Pírata mun þingmaður Pírata taka við formennsku í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd af Helgu Völu.

Áður var Halldóra Mogensen formaður nefndarinnar.

Nefndin fjallar um sjúkra- og lífeyris­trygg­ingar, félags­þjónustu, mál­efni barna, mál­efni aldraðra og mál­efni fatlaðra, hús­næðis­mál, vinnu­markaðs­mál og heil­brigðis­þjónustu.

Helga Vala tók sæti á Alþingi fyrir Samfylkinguna í Reykjavíkurkjördæmi norður í alþingiskosningunum árið 2017.