Helga Magnúsdóttir hefur gefið Elli kerlingu langt nef oftar en einu sinni á ævinni.

Hún var 51 árs þegar hún ákvað að læra mannfræði í Háskóla Íslands. Svo bætti hún um betur þegar hún tók meiraprófið sjötug að aldri.

Helga er nú á áttræðisaldri en vinnur enn við að þjónusta ferðamenn sem bílstjóri og leiðsögumaður. Hún er fyrrum starfsmaður Rauða krossins og hefur starfað í Afríku, á Haiti og í Azerbaijan svo nokkuð sé nefnt.

Helga er gestur Björns Þorlákssonar í nýjasta þætti Frísk eftir fimmtugt sem sýndur verður á Hringbraut klukkan 20 í kvöld. Sjá klippu hér: