Tala þeirra sem hafa látið lífið vegna jarðskálftanna sem hafa riðið yfir í Tyrklandi og Sýrlandi er komin í rúmlega 7200.

Þar af eru 5,434 í Tyrklandi. Þá eru 812 á svæðum undir sjórn sýrlenskra stjórnvalda og 1020 á svæðum á valdi uppreisnarmanna í Sýrlandi.

Talið er að á næstu dögum gæti þessi tala risið enn meira, en björgunaraðgerðir standa ennþá yfir. Þær snúast að miklu leiti um að koma fólki sem lenti undir byggingum til hjálpar. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir að hátt í 23 milljónir gætu fundið fyrir áhrifum skjálftanna.

Frásagnir frá vettvangi hafa verið áberandi í fjölmiðlum víða um heim. Til að mynda fjallar The Guardian um föður í Kahramanmaraş-héraðinu sem hefur misst táningsdóttur sína í jarðskjálftunum.

Á fréttaljósmynd má sjá föðurinn Mesut Hancer, halda í hönd fimmtán ára dóttur sinnar, Irmak, sem er látin og liggur undir rústum byggingar.Myndina má sjá hér.

Fréttin hefur verið uppfærð.