Innlent

Heldur á­fram að kólna

Veður fer kólnandi víðast hvar á landinu.

Veðrið í dag. Frost allsstaðar nema í Vestmannaeyjum. Fréttablaðið/Skjáskot

Veður fer kólnandi í dag og verður frost 2 til 10 stig í kvöld en talsvert frost til landsins. Draga mun úr norðanáttinni um hádegi og verður él á stöku stað en bjart að mestu suðvestantil á landnu fram eftir degi en búast má við frekari éljum þar þegar líður á kvöldið en þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstöfu Íslands.

„Gengur í austan hvassviðri á morgun með snjókomu, fyrst um landið suðvestanvert og hlýnar í veðri, slydda eða rigning sunnantil um tíma sunnantil á landinu síðdegis á morgun. Snýst í mun hægari suðvestanátt með skúrum eða éljum um landið suðvestanvert.“

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á mánudag:
Gengur í suðaustan 10-18 með snjókomu, fyrst suðvestantil. Slydda eða rigning sunnanlands síðdegis. Suðvestan 5-13 og skúrir eða él SV-til um kvöldið. Frost 0 til 6 stig, en 0 til 4 stiga hiti við S-ströndina. 

Á þriðjudag:
Austan og norðaustan 10-18 og víða snjókoma eða él. Dregur úr vindi og ofankomu um kvöldið, fyrst norðantil. Frost 0 til 9 stig, mildast syðst. 

Á miðvikudag:
Norðlæg átt 5-13 og stöku él, en bjartviðri um landið norðanvert. Frost 3 til 15 stig, kaldast inn til landsins. 

Á fimmtudag:
Austlæg eða breytileg átt. Stöku él og talsvert frost norðantil, en snjókoma með köflum sunnantil og frost 1 til 6 stig. 

Á föstudag:
Útlit fyrir austlæga átt. Skúrir eða él sunnantil og hiti um frostmark, en bjartviðri og mun svalara fyrir norðan. 

Á laugardag:
Líkur á suðlægum áttum með slyddu eða rigningu og síðar éljum. Hiti kringum frostmark.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Innlent

70 missa vinnuna fyrir árslok

Innlent

Tunglið verður almyrkvað í nótt

Innlent

Stormur á Suðvesturlandi í kvöld

Auglýsing

Nýjast

Drottningin og prinsinn beltislaus undir stýri

Stökk út um glugga undan eldtungum: Tveir látnir

Hálka á öllum stofn­brautum á höfuð­borgar­svæðinu

„Allar fangageymslur fullar eftir nóttina“

Mála­miðlunar­til­lögum Trumps hafnað af Demó­krötum

Enginn afsláttur fyrir prinsinn

Auglýsing