Lög­reglan á höfuð­borgar­svæðinu var til­kynnt um dans­leik í hús­næði við hlið veitinga­staðar í mið­bænum, um níu­leytið í gær­kvöldi. Þetta kemur fram í dag­bók lög­reglu.

Þar segir að gestir hafi síðan farið inn á veitinga­staðinn og borið á­fengi og aðrar veitingar á milli. 25 manns hafa verið kærðir fyrir brot á sótt­varnar­lögum.

Þá fékk veitinga­staðurinn, á­samt á­byrgðar­manni einnig kæru á sig vegna brota gegn á­fengis­lögum, þar sem á­fengi var borið út af veitinga­staðnum. Lög­reglan sleit sam­komunni og vísaði fólkinu út.

Þá segir í dag­bók lög­reglu að lög­reglan hafi fengið til­kynningu um eigna­spjöll í verslun í Austur­bænum. Þar hafði hurð verið spennt upp til baka í húsinu. Tengi­liður kom á vett­vang en taldi engu hafa verið stolið.

Þrír öku­menn voru stöðvaðir í nótt fyrir brot sín. Einn var undir á­hrifum fíkni­efna og án öku­réttinda. Sá hefur í­trekað verið stöðvaður sviptur öku­réttindum. Annar var á ó­tryggðum bíl og sá þriðji ók próf­laus.