Mikill viðbúnaður var hjá sjúkraflutningamönnum á höfuðborgarsvæðinu síðdegis í dag en viðbragðsaðilum barst tilkynning um að sést hefði til manns í sjónum við Seltjarnarnes.

Þannig varð blaðamaður Fréttablaðsins vitni að sjúkrabíl með gúmmíbát í eftirdragi sem keyrði í skyndi úti á Granda um hálf fimmleytið í dag.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu var þó enginn maður úti á sjónum og því um misskilning að ræða og hafa viðbragsaðilar því dregið sig til baka. Um var að ræða mann á sæþotu sem sást hafði mannlaus en í ljós kom að maðurinn var einfaldlega að leika sér á seglbretti.